daria * blogg hégómans
|
föstudagur, janúar 10, 2003 Hmm.. rosaleg þessi krókódílamynd í sjónvarpinu..... Ég er búin að pæla svolítið í þessu samræmda prófi sem ég á að taka í janúar 2004. Nú veit ég ekki alveg um tilgang þessa prófs þar sem hann verður ábyggilega umdeildur. Ég er nú samt að velta því fyrir mér, hvort ég ætti í hættu á að fá synjun í HÍ vegna lélegrar frammtistöðu í íslensku? Hvað um þá sem ætla í lífefnafræði og eru lesblindir? Eða blessaðir Pólverjarnir/Tælendingarnir/Langtburtistanarnir? Afhverju ætti eitt próf að hafa svona afgerandi áhrif á "frammtistöðu" mína í menntaskóla? Þetta er ekki grunnskóli. Mennstaskóli á að vera undirbúningur fyrir nám á einu sviði. Að sjálfögðu er gott og æðislegt að vera góður í stafsetningu en maður verður bara að gefa fólki breik. Eitt próf hefur harla lítið að segja þegar öllu er á botninn hvolft. Ætlar menntamálaráðuneytið kannské bara að tékka á mismun milli frammtstöðu skólanna? Ætla þau í eitt skipti fyrir öll að ganga í skugga um hvor sé betri skóli, MR eða Verzló? Ég held að þetta sé eitthvað lúalegt bragð hjá Sjálfstæðiströllunum, því núna geta þau lokað sveitamenntaskólunum. Það þarf engan snilling til að sjá að minni menntaskólar á landsbyggðinni búa ekki yfir öllum þeim tækifærum sem okkur bjóðast hér. Þ.a.l. verður námið kannské ekki eins skrautlegt og standardinn ekki sá sami. Hverjir eru best búnir undir samræmd próf í íslensku? Það ætti kannski að segja manni það, svona áður en maður kláraði ríflegan kvóta í íslenskudeild MH! Helvítis pakk bara! |Dagga| 23:08 Hmm.. allt týnt! Ég var nú farin að óttast í gær þegar ég horfði bara á hvítan skjá. Ég nenni ekki að útskýra hvernig ég fór að því að láta borða síðuna mína, en við getum sagt að Eyþóri var mjög skemmt þegar hann fékk að heyra söguna. Ég hef semsagt tapað niður allri sögunni.. allt farið. Nema ég eigi það heima á tölvunni... sem er ábyggilegt. Ég er bara hérna uppi í skóla að reyna að fixa þetta og gengur það svona la-la. En ég nenni ekkert að vera að grenja þetta meir. Til þess að síðan komist í fyrra horf verð ég bara að vera dugleg næstu daga. Lofa því! |Dagga| 11:58 VÁ SORRÍ! Ég biðst hér með formlega afsökunar á þessum röskunum sem hér hafa orðið. Blogger.com át síðuna!! Og ég þurfti að búa til nýja. Þannig er nú það. Þetta verður allt komið í fyrra horf á eftir eða á morgun. Þangað til.. njótið þessarar ljótu síðu! :) Hérna kemur gamalt efni sem mér tókst að bjarga fyrir horn :) GAMALT BLOGG... woensdag, januari 08, 2003 DJÖFULL Klukkan er 8 um morgunn og ég er að blogga. Afhverju? Kennarinn minn er veikur! Í fyrsta tíma. Tvöföld eyða framundan. Svona á ekki að vera löglegt. Sama ástand hjá henni Völu hérna, enda er hún með mér í þessum enskuáfanga. Guðmund Edgarsson á að skjóta! Förum bara í ljós eða e-ð... dinsdag, januari 07, 2003 Ég hef ákveðið, vegna fjölda áskoranna, að fjarlægja Sumermom´s music af síðunni. Móðurinnar verður sárt saknað og aldrei að vita að hún komi e.t.v. aftur. Þangað til þarf þó fólk ekki að lækka í græjunum þegar farið er inn á síðuna. Þið kunnið ekki gott að meta, menningarsnauðu andskotar. (!) Svo eru linkarnir að hrannast upp hjá manni. Út um bæ allan er verið að linka á mann.. m.a.s. einhver tékki sem heitir haukur.. Ég er í miklum erfiðleikum með þennan lista, ekki vil ég gera upp á milli neinna sérstakra atburða né lofa það sem lofað hefur verið óspart. Hins vegar er hans að vænta innan skamms. Nú fékk ég stundatöfluna í gær og er ég vægast sagt sátt. Fögin eru ósköp venjuleg, Landafræði, Saga Forn- Grikkja og Rómverja ásamt þjóðhagfræði og stærðfræði 363. Skemmtilegustu áfangarnir eru þó án efa enska og latína! Það hlaut að koma að því, í 4. skipti sem ég vel þennan áfanga kemst hann inn í töflu án nokurra vandamála sem myndu kosta mig útskrift. Reyndar er goðsögnin sjálf ekki að kenna hann (Teitur kallinn) heldur einhver Geirlaug. Hún er ágæt. Mjög mikið svona ,,Jaá.. Imperativus er bara framsöguháttur.. svona bara beisik setning sko... við notum þennan hátt þegar við erum að drífa í hlutunum bara.. Hann labbar - ambulant! Sjáiði, ekkert vandamál!" Svo fór hún út að hringja í miðri sagnbeygingu. Ég ímyndaði mér að hún væri að verð a amma eða eitthvað álíka. Sandra minntist þó á það að fyrra bragði að hún væri alltaf hringjandi og notaði afsökunina " afþví að það stendur svona á " óspart. Mamma tók 4 áfanga í latínu á sínum tíma. Það jaðrar eiginlega við það að vera yfirnáttúrulegt. Maður mætti þá halda að hún hefði haft sérstaka unun á málinu en svo er ekki. Þegar ég tilkynnti henni að ég hefði loksins náð henni inn í töflu skipaði hún mér að segja mig úr þessu eins og skot. Þetta væri aulamál sem fjallaði bara um skylmingar og þræla. (En hver fílar það ekki?) Ég varð aðeins ákveðnari í ákvarðanatöku minni, ég ætla m.a.s. að fá 10. Það ætti ekki að vera svo erfitt. Þessi Geirlaug kenndi samt mömmu minni frönsku í den og sagði mamma að hún hefði alltaf verið í geimfarabúning... s.s. silfurgráum plastfötum. Mér fannst klæðaburður hennar þó ósköp vanalegur. Annað er hægt að segja um Þórunni Klemens í þjóðhagfræði, enda var hún í kallafötunum sínum í dag. Svalt. Jæja.. ég ætla að fara í landafræði til Sigga Hjartar og reyna að flýja á bókasafnið til þess að ná í síðasta eintakið af sögu vestrænnar menningar. Ég þarf að fara að skila einhverju af þessu drasli.. ég er versti starfsmaður ever. maandag, januari 06, 2003 NÝÁRSÚTTEKT DAUÐANS - part I Árið 2002 var alveg ágætt. Það hófst með látum og endaði með enn meiri látum (á mínum bæ, allavega!) Líkt og Erlingur minn hefur notað þennan netmiðil til þess að nöldra yfir alheiminum finnst mér ekkert nema réttlátt að ég geri slíkt hið sama. Við byrjum á kvikmyndarýni.. því það er svo gaman.. þaggi? Hafa skal það í huga að ég hef , því miður, ekki farið jafn oft í bíó og Hr. Lingur á árinu. Ég missti t.d. af The Mothman Prophecies, Dragonfly, Faithful, Panic Room, One Hour Photo, 24 Hour Party People, Monster´s Ball, Eight Legged Freaks og svo mætti lengi telja. Þó má benda á það að þar sem ég er alfa-omega alls sem kallast rétt dómgreind þá ætti það alls ekki að skipta svo miklu máli. Bestu Myndir ársins 2002 ( Í handahófskenndri röð.. ég er ekki eins mikill ÓSKAR og Lingur) Terry Zwigoff. Ghost World. ÉG Á ÞESSA MYND. ERLINGUR STAL HENNI! Ég kynnti honum fyrir þessari mynd og hananú! Thora Birch er svölust og svölust! Áfram Enid! Illeana Douglas er myndmenntakennari dauðans, það sjá þeir sem lesa teiknimyndasöguna. Daniel Clowes er æði. Peter Jackson. LOTR; The Two Towers. Vá en góð mynd! Wes Anderson.The Royal Tenenbaums. Ég var sú eina sem elskaði þessa mynd út af lífinu. Og það er æði. Lengi lifi Wes Anderson. Og hann ætti að drulla þessu út á DVD as we speak. ÞETTA VAR LÍKA SKEMMTÓ: Monsters Inc. Hver elskar ekki Boo? Hún er svo sæt! Miklu sætari en ljóta Signs ófétið. About A Boy. Hugh Grant á bara að leika skíthæla. Það hentar honum best. Nick Hornby er bestur. Spider Man. Peter Parker er flottari en Spiderman. Alveg. Fór á hana tvisvar. Ógsla kúl. Red Dragon. Mér fannst þessi mynd bara MJÖG góð og ég hlusta ekki á ómarktækt viðmiðunarraus um Silence Of The Lambs. Harry Potter And The Chamber Of Secrets. Manneskja sem ekki hefur lesið bókina á ekki að vera að dissa þessa mynd. Ég held alveg vatni; þetta er vafasöm barnamynd þar sem hún er 3 tímar en manni leiðist aldrei. Alan Rickman er einum of fullkominn í hlutverki SnapeKlippa Lockhart út? Hullooó? Lingur er ekki með það á hreinu hvað gerist í framhaldinu. Sigh. Klassísk þriggjastjörnumynd. Rupert Grint er kúl en Daniel Radcliffe jafn slæmur leikari og þessi Hayden Christiansen. K19 – The Widowmaker. Þú vilt vera kommúnisti þegar þú sérð þessa mynd. Ingvar E. er.. mjög eftirminnilegur? Haha! Nei að öllu gamni slepptu þá er hann fínn. Svo var alltaf talað um ,,Móðurlandið” og gúlagið. Og vodki drukkinn úr mjólkurglösum. VERSTU MYNDIR ÁRSINS 2002 Thirteen Ghosts. Já, ég er alveg á sama máli og Erlingur hvað varðar þennan skít. Sem betur fer borguðum við aðeins 500 kall í aðganseyri, þar sem þetta var einhver styrktarsýning fyrir knattspyrnudeils Vals. Fyndast var samt þegar Shannon Elizabeth er að uppgötva nýja herbergið sitt og fær það í nýja baðinu sínu OG í nýja rúminu... Þetta voru ljótar stunur, oj. Fálkar. Bjakk. Friðrik Þór í stuði en ekki nær hann að sannfæra mig í staðinn. Ég hefði getað gert betri mynd. Margrét Vilhjálms er einum of ráðvillt og týnd í þessu fáránlega hlutverki sínu. ÞETTA VAR FREKAR LÉLEGT: Die Another Day. Þetta var asnalegt frá A-Ö. Ókei, pínu flott, en maður hefur nú séð betri Bond-myndir. Að sjálfsögðu má 007 ganga yfir strikið hvað varðar tækninýjungar o.þ.h. en öllu má nú ofgera. Ósýnilegur bíll? Ræsa þyrlu í lausu lofti? Íslenskir öryggisverðir sem eru þýskumælandi? Ljót Ms.Frost? já, LJÓT! Halle Berry var kúl.. en kommon.. Dagar kalda stríðsins eru á enda. N-Kórea og Kúba eru kommúnistaríki, er það tilviljun að þau séu þungamiðja myndarinnar, ásamt Fróni? Skamm segi ég nú bara! Ókei, ég skal fyrirgefa þeim þetta ef John Cleese verður meira í næstu mynd! Showtime. Hei hvað segiði um að láta Eddie Murphy og Robert DeNiro leika saman í gamanmynd? Svona gamla löggan og vitlausa löggan? Vá geðveikt! NOT! The Majestic. OJ OJ OJ. Ef þið viljið rækta Kanann og kapítalismann í ykkur þá skuluð þið endilega skella ykkur á þessa. Reyndar er þetta um Macarthy-árásirnar og vondleika þeirra.. en það er alveg sama. Er þetta sami maðurinn og var í Man On The Moon? Þetta gerist ekki væmnara.K-PAX ????!!! Ésús... Kevin? Ég hélt að þú værir vinur minn? Star Wars – The Attack Of The Clones. Því meira sem ég hugsa um þessa mynd því verr líkar mér við hana. Afhverju í ósköpunum völdu þau Hayden Christiansen? Aldrei fílað hana Natalie Portmanowich (hennar rétta nafn) en Samuel L. Jackson er ágætis fulltrúi bræðra sinna. (haha!) Þetta sannar bara að sumir eiga að halda sér alfarið frá leikstjórn.... ÞETTA KOM Á ÓVART: Heather Graham er ágæt leikkona! Hún sannaði sig vel í From Hell og The Streets of New York. Ég hata hana voða lítið núna. Sorority Boys er Kjánamynd ársins. Afar brosleg á köflum, þökk sé hinni æðislegu Heather Matarazzo! (sem Völu finnst of ljót til að vera fræg. Sama gildir um Toni Collette! ) Gwyneth Paltrow er ekki lengur lúði. Hún er orðin svölust eftir The Royal Tenenbaums . Það segi ég og skal það standa. Hún kann nú að tala með fallegum hreim blessunin, látum hana eiga það! Þetta kom á óvart hjá sjálfri mér að hafa gleymt að fara á Orange County. Asnó! Ég veit alveg að ég er að gleyma einhverju. Það verður bara að hafa það. Held áfram á morgun með KJÁNALAND 2002. Þangað til .. ciao! zondag, januari 05, 2003 Hmmm.. þetta er svolítið snúið.. svona listar eru mjög kræfir. Ég á eftir að fá þvílíkan alzheimer áður en ég veit af því minni mitt er ekki upp á marga fiska.. allavega ekki upp á síðkastið. Hmm.. Nedstat er alveg fantagóður teljari. Núna var ég að fá heimsókn frá University of Strathclyde, Glasgow, United Kingdom. Hver er það? Hmmm.... Ég er að vinna í þessu. Ég ætla að skrifa þetta í kvöld!Þangað til .... ciao! Post scriptum: Kíkið á hana Röggu mína. :) donderdag, januari 02, 2003 Það er gaman að vera í fríi. Jú, í dag hef ég ekki nokkra löngun til þess að stíga fæti inn í það sem kallað er skólastofa; hanga í eyðu eða einfaldlega lesa eitthvað sem flokkast undir námsefni. Að ekki sé undanskilið helvítis strætóvesenið. Nú lýg ég. Það er alveg gaman í skólanum. Ég á alveg skammarlega lítið af einingum eftir og gæti ég klárað stúdentinn á 3 og 1/2 ári. En ég ætla ekki að gera það. Mér finnst ekki skemmtilegra að vinna. Það held ég að sé kvöl og pína að vinna allan daginn út og inn. Þá nefnir fólk fjárhagslegu hliðina. Ég svara því bara að mamma myndi ekki vilja halda mér uppi ef ég væri ekki námsmaður. Þá þyrfti ég að fá mér íbúð.. the rest is history. Það er fínt að vera í skóla. Það er nú samt æði að fá sér frí annað slagið. Ég er líka byrjuð að pæla aðeins í framhaldinu. Í augnablikinu eru 3 ráðandi valkostir: 1.Lögfræði. Mig langar að verða rík. Tökum samt eftir því að ég legg aðeins í þetta ef valkostir á sviði alþjóðalögfræði- og stjórnmála verða fjölbreyttari innan HÍ. Ég nenni ekki í HR. 2.Bókmenntafræði. Hver elskar ekki bókmenntafræðina? Ég er búin að vera að fletta aðeins í HÍ-katalógnum og mig langar í þetta allt. Ég yrði þó sennilega fátækur bókmenntafræðingur, því ég er ekki nógu framúrskarandi. Það er allt í lagi. Þá bíða manns afrek á sviði: 3.Kvikmyndafræði í Columbia.(Lúxussæti!) Hvern langar ekki til NYC? Ahh.. hugsa sér. Þetta gæti orðið skemmtilegt. En mig langar ekki til þess að fá umslag frá LÍN til dauðadags þannig að ég verð að fara að afreka eitthvað gífurlegt á næstu mánuðum. Styrkur, you see. Hmm... Ég held að það sé ekki talið til afreka að vera ritari UJ í Kópavogi. Síðan getur maður bara farið að vinna full-time á Bókasafni Kópavogs ef allt gengur illa. Það er þó slæm hugmynd. Þó að ég unni blessuðu bókavarðastarfinu, gæti ég elst illa í því starfi. T.d. er ér ekki skemmt þegar fólk er að flýja undan skuldum sínum þegar það segist aldrei hafa tekið e-a bók. !#$$!! Þá vil ég helst bara fara í kaffi eða biðja það um að skipta við önnur bókasöfn. Oj. "Ég hef bara aldrei tekið Matreiðslubók Nönnu, ég vil ekki kannast við 300 króna skuld á einhverri kokkabók" blabla!!!!! Hvað vill fólk að ég geri? Ég get að sjálfsögðu sagt bara ókei bæ ég laga þetta bæjó; en ef mér er sýnd vanvirðing þá er ekki séns á nokkurri velvild mín megin afgreiðsluborðsins. Venjulega geri ég mitt allra besta til að hjálpa svona afvegaleiddum dónum, en yfirleitt er mér ekki skemmt. Bókaverðir vinna vanmetið starf, svo mikið er víst. Síðan tekst mér sjaldan vel að vinna með óþekkum krökkum. Afhverju geta flest börn ekki bara setið á rassinum og lesið Einar Áskel eins og ég gerði á unga aldri? Aldrei var ég með uppsteyt við bókaverði, aldrei aldrei aldrei. En maður verður samt að elska Bókasafnið.. fínt starf.. svona oftast..... :) P.S. Vonandi fílið þið Dr.Zhivago lagið góða (í gúddsjitt midi-útsetningu) eftir Maurice Jarre. Ef ekki, ýtið bara á Stop takkann á netskoðunartækinu. Engar áhyggjur.. ég skipti bráðum. Ciao! :) maandag, december 30, 2002 Já ég var að koma úr mjög skemmtilegu afmæli hjá Söndru.. vel af sér vikið. Vonandi er ég samt ekki að fara að passa tvíburabræður mína í fyrramálið.. ástandið á mér er þannig að þörf er á a.m.k. 16 tíma svefni. Svo þarf maður líka að bæta fyrir fornar syndir. Áramótaheit dauðans er í bígerð.. ;) híhí... zaterdag, december 28, 2002 Fyrirgefðu hvað ég var vond við þig Sindri! Skoðið bloggið hans!Já.. enginn sagði að ég væri eitthvað sérstaklega öflugur bloggari. En svona er þetta þegar maður á bara mömmutölvu og 56k tengingu. Maður þarf meiraðsegja að tengja með snúru þvert yfir íbúðina. Díiíísös. Jæja. Nú er ég komin í gírinn fyrir meikóver á þessari herbergisholu sem ég bý í. Bráðum verður hinn hluti fataskápsins veggfóðraður - loksins, og má rekja upphafið að þessu verki allt til ársins 2000 þegar ég var ennþá í Smáraskóla. Dísös. Oh well.. you know me.. alltaf að dúlla. Svo er það bara gamlárskvöld. Hvað er fólk að fara að gera? Ég hef bara ekki gert nein plön. Mig langar mest að leigja stærðarinnar lystisnekkju; borða kavíar og drekka Kampavín. Ahh. Bjóða bara fallegu fólki svo myndirnar líti vel út. (aha.. þarna fórstu með það! ) Nei.. svona í alvöru.. þá verð ég í stuði. Mamma varð frekar pirruð á því að ég skyldi hafa komið heim með eina skitna freyðivínsflösku í mjólkurbúðarpoka. Leitt að hún skyldi ekki hafa tekið eftir öllu hinu góssinu sem einnig var í hinum pokanum.. Baileys, Fiji, önnur freyðivínsflaska. haha. Mikið er ég naïve. Mig langar svo til þess að gera eitthvað dúndurskemmtilegt í augnablikinu. Ég fer aldrei út að djamma lengur. Hnuss. Verð að gera eitthvað í þessum málum... AHA! Núðludansinn!!!!! Nú halda allir að ég sé geðveik. Það er ósatt! Að hluta til. Núðludansinn á að dansa þegar viðkomandi er í vanda staddur og þ.a.l. úrræðalaus. Dansinn á að opna augu manns fyrir lausnum. Þetta er boðskapur teiknimynda samtímans. Ég fann þetta ekki upp! Drasl segi ég bara. Drasl. Svo er náttúrulega sérstakt lag með, en það get ég ekki sungið fyrir ykkur hér. Too bad. Endilega biðjið mig einhverntímann um að syngja og dansa Núðludansinn.. ekki málið .. dinsdag, december 24, 2002 Þið hélduð kannské að ég væri búin að gefast upp á þessu helvítis bloggi? Nei, aldeilis ekki. Það er bara búið að vera svo hektískt krakkar.. sorrí mar! Annars held ég að það séu bara svona 3 sem skoði þessa síðu. Þeir eru Eyþór, Erlingur og svo einhver perri út í bæ. Ástæðan fyrir því að Vala vinkona bloggar ekki er einmitt vegna ósvífinna ólánsmanna út í bæ.Orðrétt: " Dagga! Ég myndi aldrei hafa svona blogg, það myndi vera þín persónulega dagbók á netinu.. sem einhverjir perrar í Belgíu gætu fylgst með.. og áður en þú veist eru þeir farnir að stalka þig ... " Vala er nefnilega ágæt. Hversvegna ætti maður að vera með svona blogg? Jú, hrein athyglissýki. Ég gæti allteins gengið í efnislitlum klæðum í dimmu húsasundi í fátækrahverfum A-Þýskalands. (!) Í staðinn er ég með blogg. Hver veit hvort ég gæti orðið næsta katrin.is? Eða tekið mig saman í andlitinu, hent saman einhverjum bréfum sem ég sendi frá Danmörku ´91-´92 og gert úr því unglingabók. Dúllað í Danmörku. Betarokk byrjaði nú á einhverju crap-blogspot templati. Meiraðsegja því sama og undirrituð notar. (Ég litaði mitt allavega!) Það endaði þó með því að allir lögðu ahan í einelti og nú er hún farin. æjæj. Ég skoðaði hana oft. Jólin eru alveg að koma. Ég er ekki í jólaskapi! Hundómögulegt veður. Mamma verður meiraðsegja að vinna á Aðfangadagskvöld. Böh! (Note to self: Aldrei vinna innan heilbrigðisgeirans !) Svo var ég að taka til áðan í herberginu mínu. Það er margt sem leynist undir rúmi manns. Ef þið vissuð það ekki, þá er ég ein versta subba norðan Alpafjalla. Alveg satt. Ég kannski lít ekki út fyrir það, en trúið mér, ég er ógeð. Allavega, í þessum hreingerningaleiðangri þá fann ég fullt af stökum sokkum sem loksins hittu maka sína, appelsínugulu spöngina, kirsuberjavarasalva, nammi, inniskó, geisladiskahulstur, hundraðkall, strump (strympa að spila á þverflautu.. í miklu uppáhaldi..) og gamalt J-17 frá júlí 1999 svo fátt eitt sé nefnt. Mikil ósköp þyrfti maður að gera þetta oftar.. As if!!!!!! donderdag, december 19, 2002 Þunglyndisblogg. Rétt upp hönd sem er jafn pirraður á lífinu og ég? Já.. enginn? Nei, það eru allir í jólaskapi. Snökt. Ég var að kaupa jólagjöf í dag. Ekki kannski frásögum færandi, nema ég var í búð er nefnist DUKA og er í Kringlunni. Ég var þarna eitthvað að pæla í kokkteilblöndunartækjum og tók upp eitthvað sem líktist bangsahaus á priki. Ég fór eitthvað að pæla í notagildi þessa hlutar og spurði mömmu. Kemur ekki bara Friðrik Weishappel og útskýrir fyrir mér til hvers hluturinn er notaður. Ég ætlaði að deyja! Hann var með Burberry-trefilinn og allt. HAHA! Ég ætlaði alveg að fara yfir um. Hann sagði mér þetta alveg eins og þetta væri hans borgaralega skylda að fræða litlar stelpur um kokkteildót. Sjálf man ég ekki alveg hvert notagildið var, en það var eitthvað í samb. við klaka.. eða sítrónur? Horfði líka á skemmtilega mynd í gærkveldi. "La Cage Aux Folles". Þeir sem eru glöggir í frönskunni geta gizkað á að þetta sé sami titillinn og á myndinni "THe Birdcage" með Robin Williams og Nathan Lane. Það er rétt, nema þessi franska mynd er hin upprunalega, ef svo má að orði komast. Mikið djöfull eru þetta góðar myndir. Ég stend alveg á því að þetta sé uppáhaldsmyndin mín (þessi amríska, því R.W. er svo kúl, að ekki sé minnst á Nathan Lane. Líka Hank Azaria sem "Agador Spartacus". Svo nottlega Gene Hackman og Dianne Wiest. ) Kannski svolítið ýkt, en þetta er bara svo fyndið!! Jámm.. nú langar mig í nammi og e-a Cheer-Me-Up-Out-Of-Darkness-Mynd. Ekki Silence of the lambs. Ég fékk bara sorglegar og ljótar myndir hjá þér Erlingur! |Dagga| 01:32 |